Færsluflokkur: Bloggar
9.7.2007 | 23:13
9.júlí 2007
*3 dagar í Bene*
*Of mikill spenningur í
gangi :D*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2007 | 18:02
28.júní 2007
*2 vikur í Bene*
~Vá stutt :D~
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Viktor
Hann á afmæli í dag :)
Hann er 20 í dag
Hann er 20 í dag
Hann er 20 hann Viktor
Hann er 20 í dag :D
Veiiiii :D *kossar og knús*
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 00:23
27.júní 2007
*15 dagar í Benidorm*
~Víííííí~
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 15:07
..
17 dagar í Benidorm
*Spenningur*
Akureyri ~ 15 - 17 júní ~
Ferðafélagar : Ég - Sunna - KiddiÖ - Eiki
Mikið stress var á Föstudeginum, Ég og Sunna vorum búnar að vinna kl.15:30 og þá var farið beint í það að taka sig til í andlitinu og pakka í bílinn. Loksins var ég tilbúin með mitt dót og mig sjálfa og þá fórum við til Sunnu og það tók sinn tíma þar líka.
Svo hringdi KiddiÖ í mig og sagði að Eika vantaði far norður af því að Danni hefði klesst bílinn hans Krissa bara rétt í þessu. Ég var búin að segja Eika að hann mætti fá far með okkur ef hann vildi þar sem við vorum bara 3 í bílnum þannig að það var ekkert mál. Hann átti það inni. Á endanum náðum við að pakka öllu í "litla opel krútt" bílinn minn og þá var lagt af stað. Fengum okkur að borða feitan burger í Borganesi og þar hitti ég Gunnar-Hvanneyri og svo lögðum við af stað um 20 leitið, frekar seint :/ Aksturinn gekk vel og fór Eiríkur á kostum og innihélt skemmtiatriðið slef og fleira.
Loksins vorum við komin í Varmahlíð og fékk Eiríkur þá símtal þess efnis að bílslys hefði átt sér stað rétt hjá Varmahlíð í átt til Akueyrar. Ég var búin að reyna að hringja í Bessý til þess að fá leiðbeiningar hvar slysstaðurinn er þar sem dauðaslysið sem Dóri lenti í fyrir 2 árum væri. En ég náði ekki í Bessý og sagði hún mér daginn eftir að hún hefði sofnað. Við keyrðum af stað og sáum þá lögreglubíl og ég fékk sting í hjartað, mig kveið alveg rosalega fyrir þessu og ekki leið á löngu þar til við þurftum að stoppa vegna slyssins. Svo komu sjúkrabílar og minningarnar streymdu um hjartað og hugann og tárin fóru að leka. Ég réð ekki við tilfinningarnar mínar og grét og grét. Ég reyndi að dreifa huganum en eina sem ég gat hugsað um var Dóri og slysið hans!.
Loks fór bílaröðin af stað og sá ég þá hvar BMW var á hvolfi ofaní skurði og pallbíll útaf en lítið skemmdur. Seinna komst ég að því að drengurinn í BMW-inum er vinur Viktors (bróðir Dóra)
Við komum loksins til Akureyrar um miðnætti og hittum þar Elvu og hún sýndi okkur garðinn sem við tjölduðum í. Svo var fengið sér í glas og bærinn skoðaður. Allt fullt af fólki og við fórum ekki aftur inní tjald fyrr en um 8 leytið um morguninn.
Svo vöknuðum við fersk um hádegi. Ég og Sunna fórum og fundum Víði til að lána honum hleðslutækið hennar Sunnu, á sama stað pikkuðum við upp dreng að nafni Jói og skutluðum honum uppá tjaldsvæði þar sem hann hafði sofnað á túni. Uppá tjaldsvæði pikkuðum við upp fullan strák sem var að leyta að fari niður í bæinn og lét mig fá 1000 kr þegar hann kom inní bílinn, og svo þegar ég var komin niður í bæ með hann þá spurði hann hvað hann skuldaði mér fyrir farið og borgaði mér 2000 kr í viðbót :D haha um að gera að notfæra sér fullt fólk :)
Svo fórum við á Subway og fengum okkur að borða og ætluðum svo í sund en það var klikkað að gera í sundi og fólki hleypt inn í hollum þannig að við nenntum því ekki og fengum okkur bara frekar Brynju Ís, það var mjög góður ís en vegna hita þá leist mér betur á ísinn hans Eika :D blandað krap *sorry eiki minn, fyrir að hafa étið 'allan' ísinn þinn*
Svo datt okkur í hug að grilla kvöldmat og fórum þá í Bónus og Eiríkur splæsti - Fulli Eiki ;) - Svo fórum við í garðinn hjá tjaldinu okkar og fórum í sólbað og Elva grillaði fyrir okkur hahah *takk Elva fyrir það*
Svo var fengið sér í glas og við kíktum á spinnu-keppni.. Svo var bara rölt um og hitt fólk og drukkið mikið :D
Um miðnætti var Eiríkur orðinn góður á því og ég og Kiddi komum honum bara inní tjald að sofa :) svo fórum við aftur niður í bæ en ekki leið á löngu þar til ég var bara orðin þreytt og sátt með kvöldið og um 3 leytið þá ákvað ég að fara inní tjald að sofa, en þar beið mín óvæntur glaðningur *Eiríkur* hahahaha :D
Morguninn eftir vaknaði Eiríkur að drepast í hendinni þannig að ég og Kiddi fórum með hann uppá slysó og hann fékk teyjubindi. Svo fórum við á Greifann og fengum okkur dýrindis mat. Eftir matinn vorum ég og Eiríkur svo södd að við ákváðum að leggja okkur smá á góða þura koddanum mínum ;) hehe
Á meðan við sváfum voru kiddi og sunna voða dugleg að taka okkur til og gera okkur reddý í bæinn. Svo hrindi Dóri í Sunnu og honum vantaði far í bæinn þannig að á endanum var fullur bíll í bæinn, mjög þröngt en við lifðum það af :)
*Takk fyrir ÆÐISLEGA ferð í alla staði - Ein skemmtilegasta útilega sem ég hef farið í*
*Commenta Takk*
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2007 | 23:22
...
Nei halló, er þetta mín bloggsíða mætti halda að einhver annar hefði stofnað þessa síðu þar sem ég er ekki einu sinni búin að kíkja inná hana frá síðasta bloggi, þetta er nú bara alls ekki gott
Ástæðan fyrir bloggleysinu er að ég veit bara ekkert um hvað ég á að blogga.. er eitthvað gaman að lesa svona blogg " í dag fór ég og gerði þetta og svo fór ég og gerði þetta og þetta og svo þetta" nei hélt ekki, þess vegna hef ég bara ekkert um að blogga vegna þess að ég hef engar stórar skoðanir, hef ekki áhuga á pólitík, og svo gerist bara alls ekkert í þessu blessaða lífi mínu.
Það sem helst er í fréttum er:
- Ég er búin í prófum
- Ég er komin í sumarfrííí
- Er í sumarfríi í viku þangað til ég fer að vinna næsta mánudag
- Ég verð í bæjarvinnunni með Sunnzy
- Sunna Rós systir varð 1 árs 7.Maí
- Ég keypti mér nýja hátalara í bílinn.. þeir eru alveg að fara að verða tengdir
- Ég komst að því að ég er komin með TAN-orexíu
- Einkunnarafhending í vikunni... sjííí langar ekki að sjá einkunnirnar
- Ég nagglalakkaði tásurnar mínar fjólubláar í kvöld
- Ég get ekki beðið eftir Bene ferðinni - er að springa úr spenningi
- Einar farinn á Hellu yfir allt sumarið
- Sunna að klára prófin á morgun..
- Þetta er ógeðslega leiðinlegt blogg
- En ef þú ert að lesa þetta þá hlítur þetta að vera eitthvað spennandi
- Eða kannski ekki
- Skiljiði núna bloggleysið?
En ég er hætt þessu babli.. ætla að reyna að bæta þessa bloggsíðu núna í sumar.. endilega gleymið ekki að kommenta.. það er það sem heldur blogginu gangandi..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.4.2007 | 00:49
Bleller..
Vá ég er með þetta orð á heilanum núna..
Já.. alveg ágætlega margt sem hefur gerst síðan síðasta blogg.. svona miðað við venjulega daga hjá mér
Fimmtudagur 5.apríl
Eins og síðasta blogg gaf til kynna þá var það afmælisdagurinn hans Einars.. orðin 18 ára kallinn Dagurinn hjá honum fór í það að taka upp stuttmyndina sína sem hann er að gera fyrir skólann.. einhvern áfanga.. Minn dagur fór bara í það að passa litlu rúsínu systkynin mín eins og ég er búin að vera að gera allt páskafríið.. Svo kl 19 um kvöldið fórum við út að borða, Ég, Einar, Anna (mamma Einars), Smári (pabbi Einars), Birgitta & Andrea (systur Einars), Guðrún (amma Einars) og Gulla (frænka Einars) á Potturinn & Pannan og vá hvað það var góður matur þar. Enda ekkert neitt ódýr en stóð algjörlega undir væntingum. Við þurftum reyndar að bíða frekar lengi eftir matnum en í staðin fengum við ókeypis eftirrétt og ég fékk mér *litlu syndina ljúfu* aðrir þekkja þetta undir nafninu *sjöflö* svona súkkulaði kaka með bráðnuðu súkkulaði inní og ís með
OF gott.
Eftir það fórum við í Keilu, Ég, Einar, Fannar og Frikki og var kvöldið bara frekar kósí...
Föstudagur 6.apríl
Þá var Einar vakinn um 9 leytið af því að hann var að fara að kíkja uppí sveit til ömmu sinnar og afa í Dölunum.. Ég varð bara eftir heima hjá honum og svaf á mínu græna til 12.. þá hringdi mamma og ég fór til familíunnar uppí kjós og aðstoðaði þau þar eitthvað smá.. fór svo með krakkana heim þegar þeir voru orðnir of leiðinlegir til að vera þarna uppfrá..
Um kvöldið var bara tekinn rólegur rúntur
Laugardagur 7.apríl
... þá passaði ég systkynin mín og fór útí búð fyrir mömmu, á meðan þau voru uppí kjós allan daginn, og keypti í páskamatinn.. Núna halda um 10.000 manns að ég sé þvílíkt ung mamma með 6 ára strák og 11 mánaða gamla stelpu leið ekkert alltof vel með það.. Um kvöldið elduðum ég, Einar, Fannar og Frikki heima hjá Einari þar sem hann var einn heima.. Fannar átti heiðurinn af uppskriftinni og hann og Einar elduðu.. meðan ég og Frikki létum bíða eftir okkur og komum bara rétt fyrir matinn.. Maturinn var geðveikt góður og stóð alveg undir væntingum
Svo kíktu einhverjir krakkar til okkar og var bara svona þægilegt rólegt chill heima hjá Einari til svona 2 um nóttina en þá færðist það til Rakelar þar sem hún var líka ein heima
Ég og Einar entumst þó ekki lengi þar og komum heim um hálf 5 leytið..
Sunnudagur 8.apríl
Sólveig Halldórsdóttir gamall vinur minn átti afmæli þennan dag, 18 ára kjéllan vona að hún hafi átt góðan dag
. Við vöknuðum bara um 2 leytið, þar sem Einar var einn heima og enginn til að vekja okkur.. vorum svo bara í chillinu og átum tómatabrauð allan daginn.. hehe. Um kvöldið fórum við í matarboð heim til mín.. þar sem lambalæri var borið fram a la mamma og *litla syndin ljúfa* í eftirrétt.. OF gott
..
Svo fór Einar heim til Birgis og kláraði að hjálpa honum að gera slide show fyrir fermingu bróður Birgis, Hjörvars..
Eftir það kom ég heim til Einars og við þrjú, Ég, Einar og Birgir Örn horfðum á Borat.. frekar steikt mynd en samt alveg ágæt.. Tókum svo smá rúnt með fannari og fórum svo bara heim að sofa..
Mánudagur 9.apríl
Vöknuðum um hádegi þegar mamma hans Einars og pabbi komu heim úr sveitinni. Svo fór Einar í ferminguna hjá Hjörvari til að taka myndir og ég var bara heima hjá honum að lesa í Ensku-valbók sem ég átti að lesa yfir páskafríið en er ekkert búin að vera neitt of dugleg að lesa í .. en las alveg um 60 bls í dag dugleg..
Fór svo heim um 6 leytið af því að mamma sat útí bíl fyrir utan húsið okkar og var læst úti, þannig að ég þurfti að fara og hleypa henni inn..
Fór svo bara að slæpast í tölvunni.. og skellti mér svo í bíó áðan kl 22:10 á MR.Bean.. og var hún alveg ágæt.. svolldið of kjánaleg stundum, en Mr.Bean stendur alltaf fyrir sínu
Endilega ekki gleyma að commenta.. og endilega kíkið á myspace-ið mitt og addið mér ef þið eruð ekki á friends listanum mínum :)
www.myspace.com/andrea_ros
*i'm out*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2007 | 11:46
5. Apríl :)
Já mikið rétt það er 5.apríl í dag..
Á þessum merkisdegi fæddist Einar Smárason. Hann fæddist árið 1989 í Danmörku. Hann er elstur af systkinum sínum, en hann á einnig tvíburasystur..
Einar hefur alltaf verið gullmoli foreldra sinna og er engin breyting þar á

Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæliii hann Einaaaaarr
Hann á afmæli í dag
Hann er 18 ára í daaaaag
Hann er 18 ára í daaaag
Hann er 18 áraaaa hann Einar
Hann er 18 ára í daaaag
Til hamingju með afmælið ástin mín :*:*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)