19.3.2007 | 10:21
Dúleg ;)
Jæja, Klara og Alla, hvað ætliði að segja núna
Ég sit inná bókasafni af því að ég mátti fara úr náttúrufræðitíma af því að ég er búin með öll verkefnin í 5 kafla, af því að ég var svo dugleg að vinna í tímum og heima um helgina .. af því að mig langar að standa mig í skólanum af því að ég nenni ekki að vera endalaust í þessum skóla af því að mig langar að lifa lífinu.. jæja komið nóg af af því að setningum
Annars er allt sæmilegt að frétta af mér..
Á föstudaginn voru úrslitin í Morfís, ég náði að draga sjúklinginn minn (Sunnu) með og þetta var alveg þvílíkt spennó! En því miður höfðu MH betur, en við getum samt verið stolt þar sem þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem við förum í úrslit.. við gerum bara betur næst.
Laugardagskvöldið fór í að passa systkyni mín vegna þess að mamma og gummi fóru á árshátíð fór svo bara að sofa þegar þau komu heim og því ekkert djamm á mér um helgina
Sunnudagurinn fór í að læra undir íslenskupróf, ég held að ég hafi aldrei eytt eins löngum tíma í að læra undir próf en samt ekki læra það var alltaf eitthvað að trufla mig, mamma að kalla, gestir, svöng.. just name it..
Jæja núna er ný skólavika byrjuð..
einungis 12 dagar í páskafrí (9 skóladagar)
einungis 42 dagar eftir af skólanum + próf (23 skóladagar + próf)
Þetta styttist óðum...
Seinni færsla dagsins:
Haldiði ekki að ég hafi verið að komast að því að íslenskukennarinn minn er veikur þannig að ekkert próf í dag, ég búin að eyða allri helginni í að læra en nei nei ekkert próf! Þá er ég bara búin að læra
og get þá jafnvel lært bara betur
Athugasemdir
Ég er ekki frá því að þú sért bara dugleg
Alla (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:26
Jæja ég segi ekki neitt :D nema flott blogg áfram svona
Hvar á að vinna í sumar gamla?:D
Klara Lind (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:27
Það er bara allt óljóst eins og stendur.. gamla mín! ;)
En annars er verið að biðja mig um að koma í bæjarvinnuna.. sem er alveg góður kostur
Andrea Rós Kristjánsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:41
Í hvaða ísl......áfanga ertu? meina númerið....skjóta á 5hundruð og eitthvað...
Bessý.... (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:01
Hæhæ Sæta :) Flott blogg hjá þér , við sjáumst ;*
Andrea Björk Möller Óladóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 08:38
Kvitt en ekki knús fyrr en þú hefur bloggað aftur. Af hverju ekki knús....AF ÞVÍ BARA!
Bessý.... (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 07:19
Þú ert svoldið mikið dugleg;D Kannast alveg rosalega við þetta "læra undir próf" dæmi... hljómar mjööög kunnuglega.
Annars bara flott síða hjá þér frænka:*
Fjóla Dís (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 21:23
Jæja nú er allllllllvvvvveg að koma páskafrí og þá langar mig í nýjar fréttir...nei segi sonna.....mátt alveg blogga sko
Kvitt og knús.........já meðan ég man....hef ekki séð son minn í nokkra daga og já hann er sko snöggur að hverfa eins og þú segir. Ég spurði hann um daginn út í smsið og hann sagði: Hefði ég verið með innistæðu hefði ég svarað henni því ég sá strax að hún Andrea hafði skrifað skilaboðin í fljótfærni og verið í sjokki. En hann bað þá að heilsa þér...þá er það komið til skila alla veganna.
Bessý.... (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 07:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.