10.4.2007 | 00:49
Bleller..
Vá ég er með þetta orð á heilanum núna..
Já.. alveg ágætlega margt sem hefur gerst síðan síðasta blogg.. svona miðað við venjulega daga hjá mér
Fimmtudagur 5.apríl
Eins og síðasta blogg gaf til kynna þá var það afmælisdagurinn hans Einars.. orðin 18 ára kallinn Dagurinn hjá honum fór í það að taka upp stuttmyndina sína sem hann er að gera fyrir skólann.. einhvern áfanga.. Minn dagur fór bara í það að passa litlu rúsínu systkynin mín eins og ég er búin að vera að gera allt páskafríið.. Svo kl 19 um kvöldið fórum við út að borða, Ég, Einar, Anna (mamma Einars), Smári (pabbi Einars), Birgitta & Andrea (systur Einars), Guðrún (amma Einars) og Gulla (frænka Einars) á Potturinn & Pannan og vá hvað það var góður matur þar. Enda ekkert neitt ódýr en stóð algjörlega undir væntingum. Við þurftum reyndar að bíða frekar lengi eftir matnum en í staðin fengum við ókeypis eftirrétt og ég fékk mér *litlu syndina ljúfu* aðrir þekkja þetta undir nafninu *sjöflö* svona súkkulaði kaka með bráðnuðu súkkulaði inní og ís með
OF gott.
Eftir það fórum við í Keilu, Ég, Einar, Fannar og Frikki og var kvöldið bara frekar kósí...
Föstudagur 6.apríl
Þá var Einar vakinn um 9 leytið af því að hann var að fara að kíkja uppí sveit til ömmu sinnar og afa í Dölunum.. Ég varð bara eftir heima hjá honum og svaf á mínu græna til 12.. þá hringdi mamma og ég fór til familíunnar uppí kjós og aðstoðaði þau þar eitthvað smá.. fór svo með krakkana heim þegar þeir voru orðnir of leiðinlegir til að vera þarna uppfrá..
Um kvöldið var bara tekinn rólegur rúntur
Laugardagur 7.apríl
... þá passaði ég systkynin mín og fór útí búð fyrir mömmu, á meðan þau voru uppí kjós allan daginn, og keypti í páskamatinn.. Núna halda um 10.000 manns að ég sé þvílíkt ung mamma með 6 ára strák og 11 mánaða gamla stelpu leið ekkert alltof vel með það.. Um kvöldið elduðum ég, Einar, Fannar og Frikki heima hjá Einari þar sem hann var einn heima.. Fannar átti heiðurinn af uppskriftinni og hann og Einar elduðu.. meðan ég og Frikki létum bíða eftir okkur og komum bara rétt fyrir matinn.. Maturinn var geðveikt góður og stóð alveg undir væntingum
Svo kíktu einhverjir krakkar til okkar og var bara svona þægilegt rólegt chill heima hjá Einari til svona 2 um nóttina en þá færðist það til Rakelar þar sem hún var líka ein heima
Ég og Einar entumst þó ekki lengi þar og komum heim um hálf 5 leytið..
Sunnudagur 8.apríl
Sólveig Halldórsdóttir gamall vinur minn átti afmæli þennan dag, 18 ára kjéllan vona að hún hafi átt góðan dag
. Við vöknuðum bara um 2 leytið, þar sem Einar var einn heima og enginn til að vekja okkur.. vorum svo bara í chillinu og átum tómatabrauð allan daginn.. hehe. Um kvöldið fórum við í matarboð heim til mín.. þar sem lambalæri var borið fram a la mamma og *litla syndin ljúfa* í eftirrétt.. OF gott
..
Svo fór Einar heim til Birgis og kláraði að hjálpa honum að gera slide show fyrir fermingu bróður Birgis, Hjörvars..
Eftir það kom ég heim til Einars og við þrjú, Ég, Einar og Birgir Örn horfðum á Borat.. frekar steikt mynd en samt alveg ágæt.. Tókum svo smá rúnt með fannari og fórum svo bara heim að sofa..
Mánudagur 9.apríl
Vöknuðum um hádegi þegar mamma hans Einars og pabbi komu heim úr sveitinni. Svo fór Einar í ferminguna hjá Hjörvari til að taka myndir og ég var bara heima hjá honum að lesa í Ensku-valbók sem ég átti að lesa yfir páskafríið en er ekkert búin að vera neitt of dugleg að lesa í .. en las alveg um 60 bls í dag dugleg..
Fór svo heim um 6 leytið af því að mamma sat útí bíl fyrir utan húsið okkar og var læst úti, þannig að ég þurfti að fara og hleypa henni inn..
Fór svo bara að slæpast í tölvunni.. og skellti mér svo í bíó áðan kl 22:10 á MR.Bean.. og var hún alveg ágæt.. svolldið of kjánaleg stundum, en Mr.Bean stendur alltaf fyrir sínu
Endilega ekki gleyma að commenta.. og endilega kíkið á myspace-ið mitt og addið mér ef þið eruð ekki á friends listanum mínum :)
www.myspace.com/andrea_ros
*i'm out*
Athugasemdir
Flott blogg frænka:* Þú sérð nú um litlu krílin eins og þú sért mamma þeirra;D Hvenær verður húsið uppí Kjós reddí?
Fjóla Dís (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:30
Ef við bara vissum það sjálf.. :/
Andrea Rós Kristjánsdóttir, 10.4.2007 kl. 21:53
Hæhæ
Til hamingju með hann Einar um daginn, mátt skila hamingjuóskum til hans frá mér :)
Og takk fyrir kvittið á síðunni minni!
Kv. Ásta!
Ásta (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.